Siðareglur Organon, fagfélags hómópata:
Með þessum siðareglum eru settar fram staðlaðar reglur sem félagsmenn samþykkja að fara eftir. Þær eru jafnframt yfirlýsing um þær grundvallar vinnureglur og fagmennsku sem félagið stendur fyrir.
Félagi í Organon fagfélagi hómópata samþykkir að starfa samkvæmt eftirfarandi siðareglum:
1.
Hann/hún skuldbindur sig til þess að veita skjólstæðingum sínum góða og faglega þjónustu og ábyrga gagnvart samfélaginu.
2.
Að veita aðeins þá þjónustu sem hann hefur sannanlega menntun til að veita og aðeins með samþykki skjólstæðings eða forráðamanns hans.
3.
Að láta ekki gróðasjónarmið ráða ferðinni í starfi sínu.
4.
Að taka ekki við peningum eða gjöfum frá skjólstæðingum sínum umfram yfirlýsta gjaldskrá hverju sinni.
5.
Félagi í Organon skal sýna aðgæslu gagnvart því að gefa opinberlega út faglegar uppgötvanir sínar eða upplýsingar um þær aðferðir sem hann/hún notar í starfi sínu.
6.
Sé félagsmaður kallaður til vitnis fyrir rétti eða beðin(n) um að gefa opinbert álit í tilteknu máli á hann aðeins að styðjast við atriði sem byggja á óyggjandi sönnunargögnum. Hann/hún má alls ekki notast við óljós atriði, hindurvitni eða sögusagnir.
7.
Að vinna í öllum tilvikum að því að viðhalda lífi og bæta heilsu skjólstæðinga sinna, frá vöggu til grafar.
8.
Að virða þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingum sínum og hvika hvergi frá trúnaði við skjólstæðinga sína. Félagsmaður skal ekki tjá sig um starfsaðferðir starfssystkina sinna á neikvæðan hátt eða efast um starfsaðferðir þeirra á öðrum vettvangi en í félaginu.
9.
Að halda nákvæma skýrslu um meðferð skjólstæðinga sinna þar sem fram komi meðal annars:
a. Nafn, kennitala, heimilisfang, upphaf meðferðar, ítarlegar upplýsingar um framgang meðferðar og meðferðarlok ásamt dagssetningum.
10.
Að leitast við að viðhalda og bæta stöðugt við faglega þekkingu sína í þágu skjólstæðinga sinna.
11.
Að sýna skjólstæðingum sínum ávallt virðingu og traust.
12.
Að viðhalda faglegum tengslum við aðra hómópata, þ.e. leiti einstaklingur til hómópata sem verið hefur í meðferð hjá öðrum hómópata skal sá hinn sami/sú hin sama hafa samband við viðkomandi hómópata og leita eftir upplýsingum um fyrri meðferð að fengnu samþykki skjólstæðings.
13.
Að bera virðingu fyrir þeim lögum og reglum sem settar eru fram og samþykktar af félagsmönnum í Organon fagfélagi hómópata.
14.
Að nota eigi hið opinbera fagheiti hómópati (eða hugtakið smáskammtalæknir) að neinu leyti í hagnaðarskyni.
15.
Að í auglýsingum komi aðeins fram eftirfarandi upplýsingar:
a. Nafn og fagsvið
b. Heimilisfang og opnunartími
c. Símanúmer, netfang og heimasíða
d. Samstarfsaðilar
e. Kennsla námskeið og/eða fyrirlestrar.
16.
Að gæta þess að halda faglegri fjarlægð frá skjólstæðingum sínum.
17.
Sinna fagi sínu af einlægni, öryggi og áreiðanleik.
18.
Að standa vörð um upplýsingar skjólstæðinga sinna að svo miklu leyti sem landslög leyfa.
19.
Að veita skjólstæðingum sínum fræðslu og upplýsingar um hómópatíu sem og um aðrar meðferðarleiðir er að gagni gætu komið að svo miklu leyti sem þekking leyfir.
20.
Að vera opin og vakandi fyrir því sem vel er gert bæði af hómópötum og öðrum þeim stéttum sem vinna að eflingu heilsuverndar.
21.
Að lýsa ekki á opinberum vettvangi öðrum markmiðum eða skoðunum í nafni félagsins en þeim er hafa verið formlega samþykktar af félagsmönnum.
Siðareglur samþykktar á aðalfundi 22. maí 2004.