Viðtal hjá hómópata

Viðtal hjá hómópata
Meðferð hjá hómópata byggist á viðtölum þar sem leitast er við að fá sem skýrasta mynd af einstaklingnum frá ýmsum sjónarhornum. Farið er mjög nákvæmlega yfir líkamleg, andleg og tilfinningarleg einkenni og byggist hin hómópatíska meðferð á þeim upplýsingum sem þá liggja fyrir. Lengd meðferðar er jafn breytileg og einstaklingarnir eru margir. Þó má segja að því lengur sem veikindin hafa varað því lengri tíma megi búast við að meðferðin taki.

Helsti kostur hómópatíunnar, eins og svo margra óhefðbundinna meðferðarforma, er að hægt er að stuðla að betri líðan jafnvel þótt einkenni séu ekki vel skilgreind eða falli ekki undir tiltekinn sjúkdóm. Ekki þarf heldur að bíða eftir því að einkenni verði sýnileg því viðtal hjá hómópata getur leitt í ljós veikleika sem komið gætu fram síðar. Hómópatísk meðferð getur því styrkt viðkomandi og dregið úr líkum á veikindum síðar meir.

Sem dæmi um spurningar sem hómópati þinn mun leggja fyrir þig má nefna:
• Hvað hræðir þig?
• Hvernig ertu skapi farin(n)?
• Hvað vekur hjá þér kvíða?
• Hvaða tilfinningar eru ríkjandi hjá þér dagsdaglega?
• Í hvernig landslagi líður þér best?
• Í hvernig veðurfari líður þér best?
• Í hvernig stellingu finnst þér best að sofa?
• Svitnarðu mikið-lítið?
• Ertu heitfeng(ur) þyrst(ur)
• Hvað gerir þín einkenni betri eða verri.
• Hvernig mat langar þig oftast í?

Allar þessar spurningar miða að því að fá sem nákvæmasta mynd af einstaklingnum. Þess vegna er mjög líklegt að einstaklingar með sömu sjúkdómsgreiningu fái mismunandi meðferð. Meðferðin miðast alltaf að því að koma á jafnvægi lífsorkunnar.
Það að vera ekki alveg eins og maður á að sér, orkan lítil og tilfinningar frekar daufar er oft merki um að lífsorkan sé í ójafnvægi.
Best er að leitast við að koma á jafnvægi áður en ójafnvægi myndast. Því má segja að hægt sé að nota hómópatíu í fyrirbyggjandi tilgangi.
Á sama hátt er hægt að styrkja grunngerð einstaklingsins svo veikleikar sýni sig síður en þá verður viðkomandi að vera vakandi yfir líðan sinni.

Hverjum hentar hómópatía?
Allir, ungir sem aldnir, sjúkir sem heilbrigðir geta nýtt sér hómópatíu.