Stefna organon

Hver er tilgangur og markmið Organon, fagfélags hómópata
Organon, fagfélag hómópata, var stofnað árið 1999. Organon vinnur að framgangi faglegrar hómópatíu á Íslandi. Félagið stendur vörð um hagsmuni hómópata, hómópatanema og skjólstæðinga þeirra. Félagar í Organon hafa hlotið ábyrga og góða menntun. Þeir hafa skuldbundið sig til að starfa eftir lögum og síðareglum fagfélgsins.

Grundvallar markmið Organons fagfélags hómópata:
Að fræða allar heilbrigðisstéttir sem og almenning um hómópatíu.
Að stuðla að samvinnu og fagmennsku og ýta undir stöðuga þekkingarleit íslenskra hómópata.
Hafa jákvæð og fagleg samskipti við allar heilbrigðisstéttir.
Að vernda rétt almennings til þess að njóta bestu þjónustu sem völ er á í hómópatíu og virða valfrelsi einstaklingsins.

Innri markmið Organons fagfélags hómópata:
Halda skrá yfir faglærða hómópata á Íslandi.
Stuðla að og efla bestu mögulegu menntun og þjálfun í hómópatíu.
Hvetja til símenntunar faglærðra hómópata.
Að veita nýjum félögum stuðning.
Að standa vörð um siðareglur félagsins.
Að styðja og efla rannsóknir í hómópatíu.
Að koma á og viðhalda nánum tengslum við erlend fagfélög í hómópatíu.