Remedíur

Remedíur
Hómópatar nota svokallaðar remedíur, örefni sem í stórum skömmtum myndu kalla fram hjá heilbrigðu fólki svipuð einkenni og þeim er ætlað að bæta. Þær eru unnar úr jurta-, dýra- og steinaríkinu og eru notaðar það mikið þynntar að ekki er talað um þær sem eiginlegt efni, heldur hvata.

Eru remedíur öruggar?
Remedíurnar eru með öllu skaðlausar og valda ekki aukaverkunum. Ef tekin er remedía sem svo sýnir sig að hentar ekki tilteknum einkennum er ekkert að óttast. Remedíur eru eins og lyklar. Sé röngum lykli beitt lýkst skráin ekki upp. Það gerist ekkert og sé remedían ekki tekin þeim mun oftar veldur hún engum skaða.

Hvernig eru remedíur búnar til?
Ferlið þegar remedíur eru búnar til nefnist efling, potentization. Það felst í að þynna og hrista, succussion, upplausnir á tiltekinn hátt. Upplausnirnar sem þannig verða til eru svo eftir ákveðnu ferli flokkaðar í mismunandi eflingar. Ferlið byrjar á urtaveig, mother tincture, sem hefur verið unnið á hómópatískan hátt.

 
potency

Hundraðshlutaskalinn, þar sem hver þynning er 1:100 af næstu þynningu á undan, er algengastur og þar fær hver efling númer sem gefur til kynna styrk þynningarinnar t.d. 6c, 12c, 30c, 200c. Hærri eflingar eru einkenndar með rómverskum tölustöfum; 1M sem er 1:1000 og 10M sem er 1:10.000.