Umsóknareyðublöð

Frjálst skráningarkerfi græðara

Þann 5. janúar 2007 veitti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Organon, fagélagi hómópata, aðild að frjálsu skráningarkerfi græðara.

Við lítum á það sem mikinn gæðastimpil að vera skráður í skráningarkerfi græðara og hvetjum ykkur til að láta skrá ykkur.

Umsóknareyðublöð í skráningarkerfið má ná í með því að ýta á línkana hér fyrir neðan.  Fyrir þá sem vilja láta skrá eitt fag skal einungis fylla út aðalumsókn og staðfestingu á lögum, siðareglum og notkun heilsufarsskýrslna.

Þið prentið út fylgiskjölin, sem eru á pdf formati, og sendið síðan umsóknir til formanns Organon sem safnar þeim saman og kemur þeim til stjórnar Bandalagsins, þar sem skráning fer fram.

Þeir sem vilja láta skrá fleiri en eitt fag fylla út umsókn um skráningu aukafags ásamt staðfestingu á lögum, siðareglum og notkun heilsufarsskýrslna. Umsóknina um aukafag sendið þið síðan til viðkomadi fagfélags.

Aðalumsókn um aðild að frjálsu skráningarkerfi græðara
Umsókn um skráningu aukafags
Staðfesting á lögum og siðareglum og staðfesting á notkun heilsufarsskýrslu